mið 26. júní 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefði getað fengið Marcos Llorente
Llorente fór til Atleticio Madrid.
Llorente fór til Atleticio Madrid.
Mynd: Getty Images
Liverpool var boðið að kaupa Marcos Llorente frá Real Madrid í sumar en hafnaði því. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins.

Zinedine Zidane er að hreinsa til í leikmannahópi Madrídarfélagsins og var Llorente seldur til Atletico Madrid á dögunum.

Hann lék tólf leiki fyrir Real í La Liga á síðasta tímabili.

Julio Llorente, frændi og umboðsmaður leikmannsins, segir að Jurgen Klopp hafi hafnað möguleika á því að fá hann í sínar raðir.

„Ég hafði samand við nokkur félög. Eitt af þeim var Liverpool en það var ekki í forgangi hjá þeim að fá leikmann í hans stöðu. Atletico sýndi mikinn áhuga og sannfærði okkur," segir Julio Llorente.

Liverpool er að landa 17 ára hollenskum miðverði, Sepp van den Berg, frá PEC Zwolle. Bayern München reyndi einnig að fá hann en Liverpool er að vinna þá baráttu.

Þá hefur Nicolas Pepe hjá Lille verið sterklega orðaður við Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner