Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. júní 2019 13:24
Elvar Geir Magnússon
Mahrez þarf að greiða barnfóstru ógreidd laun
Riyad Mahrez og Rita ásamt dóttur þeirra.
Riyad Mahrez og Rita ásamt dóttur þeirra.
Mynd: Getty Images
Alsírski landsliðsmanninum Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, hefur verið skipað að borga yfir 570 þúsund krónur (3.600 pund) í ógreidd laun til barnfóstru.

Mahrez og eiginkona hans, Rita, höfðu neitað að borga barnfóstrunni þau laun sem samið hafði verið um.

„Ég lagði mig alla fram fyrir þessi laun," segir barnfóstran í viðtali við The Sun.

Mahrez, sem er 28 ára, var keyptur til City á 60 milljónir punda en hann var í leikmannahópi Leicester sem varð Englandsmeistari.

Hann hjálpaði Manchester City að vinna þrennuna á liðnu tímabili en hann fær greitt um 200 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir
banner
banner