Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. júní 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vill ekki taka við Newcastle
Nei takk!
Nei takk!
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur ekki áhuga á að taka við Newcastle. Hann var orðaður við stjórarstarf félagsins eftir að ljóst var að Rafa Benítez myndi hverfa á braut.

Mourinho segist ekki vilja taka að sér starf hjá félagi sem ekki stefni á að berjast um titla.

„Ef einhver býður mér tíu ára geggjaðan samning en markmið liðsins er að komast í efri helminginn, það yrði fullkomið að enda í 7.-9. sæti, þá er það ekki starf fyrir mig. Það hentar mér ekki," segir Mourinho.

„Í næsta starfi vil ég spila til sigurs í öllum leikjum."

Sjá einnig:
Gjáin milli Newcastle og stuðningsmanna stækkar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner