Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 26. júní 2019 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Hólmbert skoraði úr síðasta vítinu gegn Rosenborg
Hólmbert og Davíð Kristján Ólafsson.
Hólmbert og Davíð Kristján Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það var ekki bara leikið í Mjólkurbikar karla í kvöld. Það var einnig leikið í norska bikarnum.

Davíð Kristján Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið þegar Álasund sló út stórlið Rosenborg í norska bikarnum. Bæði lið misstu mann af velli í fyrri hálfleik. Davíð Kristján fékk sitt annað gula stuttu fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Þegar Davíð Kristján var rekinn af velli var staðan 1-0 fyrir Álasund. Tíu gegn tíu jafnaði Rosenborg á 82. mínútu. Varnarmaðurinn Tore Reginiussen skoraði.

Það þurfti að framlengja og þegar ekkert var skorað í framlengingunni var gripið til vítaspyrnukeppni. Samkvæmt fjölmiðlamanninum Ben Killick þá gátu Hólmbert Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson varla staðið í fæturnar þegar vítaspyrnukeppnin hófst. Aron Elís tók ekki spyrnu en Hólmbert fór síðastur á punktinn fyrir Álasund, hann skoraði og tryggði liðinu sigurinn og sæti í 8-liða úrslitum.

Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, klúðraði fyrir Rosenborg.

Álasund sló út Molde í síðustu umferð og er núna búið að slá út Rosenborg. Álasund er á toppnum í B-deildinni á meðan Molde er á toppnum í A-deild Noregs og Rosenborg, ríkjandi deildarmeistari, í níunda sæti.

Aron Elís, Davíð Kristján og Hólmbert byrjuðu allir. Daníel Leó Grétarsson var hvíldur í dag.

Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu þegar Mjøndalen vann 3-0 útisigur á Kongsvinger. Dagur er fæddur árið 2000 og er fyrrum leikmaður Hauka og Keflavíkur.

Samúel Kári Friðjónsson var ónotaður varamaður hjá Viking í 5-2 sigri á Stabæk. Hann var hvíldur í leiknum.

Viking og Mjøndalen eru því komin áfram í 8-liða úrslit bikarsins, ásamt Álasundi.





Athugasemdir
banner
banner
banner