Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Stærsta áskorun á ferli Bilic
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, nýráðinn stjóri WBA, segir þetta starf vera stærstu áskorunina á þjálfaraferli sínum.

Þessi fimmtugi Króati var rekinn frá West Ham 2017 og var ráðinn til Sádi-Arabíu en entist aðeins í fimm mánuði þar.

„Viðbrögðin við þessu hafa verið góð og þetta er stærsta áskorun ferilsins. Flestir eru ánægðir en margir spyrja, afhverju West Brom?"

„Ég pæli ekki í stærð félagsins. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég er þakklátur," segir Bilic.

„Ég er ekki að segja að þetta sé stærra en að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er það sem ég vildi og sóttist eftir."

Hann tekur við West Brom af Darren Moore sem var rekinn í mars.
Athugasemdir
banner
banner