Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júní 2019 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka lentur í Manchester
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka lenti í Manchester-borg í kvöld. Hann er að ganga í raðir Manchester United.

David Ornstein og Simon Stone hjá BBC sögðu frá því í dag að samkomulag hefði náðst á milli Manchester United og Crystal Palace um Wan-Bissaka. United borgar allt að 50 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla hægri bakvörð.

Hann verður fimmti dýrasti leikmaður í sögu United á eftir Paul Pogba, Romelu Lukaku, Angel Di Maria og Fred.

Ornstein segir að Wan-Bissaka sé mættur til Manchester til að klára skiptin. Hann mun gangast undir læknisskoðun og klára samningamál sín á morgun. Talið er að hann muni skrifa undir fimm ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Hann verður annar leikmaðurinn sem Man Utd fær í sumar á eftir Daniel James, efnilegum kantmanni sem kom frá Swansea fyrir 15 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner