Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júní 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Zaha vill fara til Arsenal
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, vængmaður Crystal Palace, vill yfirgefa félagið í sumar og draumur hans er að fara til Arsenal.

Arsenal hefur áhuga á Zaha en Palace er með háan verðmiða á leikmanninum, allt að 80 milljónum punda.

Manchester United seldi Zaha aftur til Palace fyrir fjórum árum og myndi fá 25% af kaupverðinu samkvæmt klásúlu.

Arsenal mistókst að komast í Meistaradeildina og það minnkar möguleika félagsins að fá hinn 26 ára Zaha. Peningarnir sem Unai Emery hefur milli handanna eru ekki eins miklir.

Arsenal á möguleika á því að fjármagna kaup á Zaha með því að selja Lucas Torreira sem hefur verið orðaður við AC Milan.

Annars er það að frétta af leikmannamálum Arsenal að félagið er í viðræðum við Celtic um vinstri bakvörðinn Kieran Tierney, 22 ára, og við St Etienne um miðvörðinn William Saliba, 18 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner