Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. júní 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill Alaba - Liverpool vill Traore
Powerade
David Alaba í enska boltann?
David Alaba í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Arthur, Pjanic, Bellingham, Willian, Alaba og Traore eru meðal manna sem koma við í slúðurpakka dagsins.

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur (23) hjá Barcelona er nálægt því að ganga frá 72,5 milljóna punda skiptum yfir til Juventus. Bosníski miðjumaðurinn Miralem Pjanic (30) fer öfuga leið fyrir 54,25 milljónir punda. (Sky Sports)

Bayern München ætlar ekki að blanda sér í slaginn við Manchester United og Borussia Dortmund um Jude Bellingham (16), miðjumann Birmingham. (Bild)

Arsenal var tilbúið að bjóða brasilíska framherjanum Willian (31) samning um 250 þúsund pund í vikulaun áður en heimsfaraldurinn skall á. (Mirror)

Frank Lampard vill bæta við vinstri bakverði hjá Chelsea og mun reyna að fá David Alaba (27) frá Bayern München. Ben Chilwell hjá Leicester er einnig á blaði. (The Sun)

Liverpool hefur haft samband við Wolves þar sem Englandsmeistararnir hafa áhuga á vængmanninum öfluga Adama Traore (24). (Mundo Deportivo)

Leeds United er í viðræðum um að fá enska miðjumanninn Jadan Raymond (25) sem hafnaði fyrsta boði frá Crystal Palace um atvinnumannasamning. (Athletic)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur sagt stjórnarformanninum Daniel Levy að hann vilji fimm nýja leikmenn í sumar. Tottenham þarf hinsvegar að skoða lánssamninga og samningslausa leikmenn. (90min)

Tottenham hafði áhuga á að fá belgíska landsliðsmanninn Thomas Meunier (28) en hægri bakvörðurinn hefur samþykkt að fara til Borussia Dortmund. (Mirror)

Umboðsmaður brasilíska miðjumannsins Philippe Coutinho (28) reynir að koma honum til Arsenal. (Mirror)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur sagt James Maddison (23) að Leicester sé fullkomna liðið fyrir hann í dag. Maddison hefur verið orðaður við Manchester United. (Leicester Mercury)

Kólumbíumaðurinn James Rodriguez (28) á ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann hefur áhuga á að fara til Napoli. (AS)

Arsenal og AC Milan eru bæði í viðræðum við Red Bull Salzburg um miðjumanninn Dominik Szoboszlai (19) en Paris St-Germain hefur einnig áhuga á Ungverjanum unga. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner