Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. júní 2020 13:44
Magnús Már Einarsson
Grunur um smit hjá Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grunur er á að leikmaður í meistaraflokki kvenna hjá Selfossi sé með kórónaveiruna en 433.is greinir frá þessu í dag.

Æfingu Selfyssinga í dag hefur verið aflýst og leik liðsins í 2. flokki kvenna frestað.

Einn leikmaður liðsins hefur verið talsvert veik og er á leið í próf vegna veirunnar, vænta má niðurstöðu í kvöld eða á morgun.

Leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónaveiruna en umræddur leikmaður kom til Íslands frá Bandaríkjunum 17. júní. Hún spilaði síðan gegn Selfyssingum í Pepsi Max-deildinni degi síðar.

Breiðablik og KR mættust í Pepsi Max-deild kvenna í vikunni en allir leikmenn þessara liða eru komnir í sóttkví og búið er að fresta þeim leikjum sem voru fyrirhugaðir á næstu vikum.


Athugasemdir
banner
banner