Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. júní 2020 00:16
Elvar Geir Magnússon
Myndapartí: Klikkuð stemning við Anfield - Boð og bönn virt að vettugi
Mynd: Getty Images
Það hefur verið sannkölluð þjóðhátíðarstemning fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn.

30 ára bið stuðningsmanna Liverpool eftir titlinum stóra lauk þegar Manchester City tapaði fyrir Chelsea 2-1 í kvöld.

Tap City gerði það að verkum að ómögulegt er að ná Liverpool.

Þetta er 19. Englandsmeistaratitill Liverpool og sá fyrsti síðan 1990.

Þrátt fyrir að borgarstjóri Liverpool hafi biðlað til fólks að fagna áfanganum heima þá söfnuðust þúsundir saman við Anfield til að halda upp á áfangann.

Hér má sjá skemmtilegar myndir sem ljósmyndari Getty Images tók í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner