fös 26. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli um Jóhann Helga: Hver veit nema við sjáum hans fagra hlaupastíl fljótlega?
Lengjudeildin
Jói í leik gegn Fram í fyrra.
Jói í leik gegn Fram í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Eins og menn muna í síðasta æfingaleik fyrir mót þá fékk hann slæmt h0fuðhögg og var veikur fyrir. Það var ekki eins alvarlegt og það leit fyrst út," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, á miðvikudagskvöld þegar hann var spurður út í stöðuna á Jóhanni Helga Hannessyni, sóknarmanni Þórsara, en Jóhann hefur ekki spilað með Þórsurum frá því hann fékk höfuðhögg í æfingaleik gegn Fylki fyrir mót.

Jóhann hafði áður þurft að spila með hjálm vegna höfuðhöggana en var hættur að nota hjálminn.

„Hver veit nema við sjáum hans fagra hlaupastíl fljótlega aftur? Við þurfum klárlega eitthvað á honum að halda. Ég get eiginlega nánast lofað því [að áhorfendur munu sjá Jóhann spila í sumar] en hvenær það verður. Við tökum ákvörðun um það í sameiningu," sagði Palli.

Jóhann Helgi varð þrítugur í apríl og hefur hann skorað 66 mörk fyrir Þór í deild og bikar. Jóhann hefur alltaf verið hjá Þór fyrir utan fyrri hluta sumarsins 2018 þegar hann lék með Grindavík í Pepsi-deildinni.

Viðtalið við Palla frá því á miðvikudagskvöldið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Palli Gísla: Ég og Siggi erum ekki alltaf sammála um hlutina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner