Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. júní 2020 13:32
Elvar Geir Magnússon
Rodgers sendi Klopp, Henderson og eigendunum hamingjuóskir
Rodgers var nálægt því að gera Liverpool að Englandsmeisturum á sínum tíma.
Rodgers var nálægt því að gera Liverpool að Englandsmeisturum á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, núverandi stjóri Leicester, var nálægt því að gera Liverpool að Englandsmeisturum þegar hann stýrði liðinu fyrir nokkrum árum síðan.

Jurgen Klopp tókst það sem Rodgers tókst ekki og Englandsmeistaratitill Liverpool var innsiglaður í gærkvöldi.

Rodgers segist samgleðjast Jurgen Klopp og vera gríðarlega ánægður fyrir hans hönd.

„Þetta er ótrúleg stund í sögu félagsins. Ég fann það vel þegar ég var þarna hversu sterk þráin fyrir Englandsmeistaratitli var. Ég er afskaplega ánægður með Jurgen og hvernig liðið hefur þróast," segir Rosgers.

„Ég er í skýjunum fyrir hönd Jordan Henderson og stuðningsmennina. Hvert sem þú ferðast um heiminn þá finnur þú þúsundir stuðningsmanna liðsins. Þegar rétti tíminn gefst þá munu leikmenn fagna með stuðningsmönnum."

„Ég sendi hamingjuóskir til Jurgen í gær. Líka til eigandanna og til Jordan en ég þekki hann mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner