fös 26. júní 2020 12:04
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu Víkinga í vítaspyrnukeppni í Ólafsvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkjandi bikarmeistarar Víkings í Reykjavík heimsóttu nafna sína í Ólafsvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar unnu Reykvíkingar.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Bæði lið skoruðu úr sínum fyrstu tveimur spyrnum en Harley Willard brenndi af þriðju spyrnu heimamanna. Brynjar Atli svaraði fyrir heimamenn með því að verja þriðju spyrnu gestanna. Allt jafnt ennþá.

Fjórðu spyrnur liðanna fóru báðar í netið og bæði Michael Newberry og Helgi Guðjónsson skoruðu úr fimmtu spyrnu síns liðs, ljóst að á bráðabana þyrfti að halda.

Daníel Snorri Guðaugsson brenndi af sjöttu spyrnu Ólsara. Viktor Örlygur Andrason tók sjöttu spyrnu Víkinga og hann skoraði úr henni. Víkingur R. því komið í 16-liða úrslit og verður í pottinum í kvöld.

Vísir hefur birt vítaspyrnukeppnina í heild og má sjá hana hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner