Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 26. júlí 2020 19:19
Ester Ósk Árnadóttir
Arnar Grétars: Skil ekki hvernig þetta var ekki mark
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningarnar eru beggja blands en ég held að fyrir leik hefði stig á móti KR ekki verið slæmt,“ sagði Arnar þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti KR á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

Það var dæmt mark af KA og KA klúðraði vítaspyrnu á síðustu 10 mínútunum leiksins.

„En þar sem leikurinn þróaðist, skora mark sem ég tel að sé 100% löglegt og fá svo víti og klúðra því þá finnst manni eins og við hafið tapað tveimur stigum en ánægður með frammistöðu leikmanna. Leikmenn eru að leggja sig gríðarlega mikið fram, þéttur varnarleikur og við komum okkur oft í fínar stöður. Næst á dagskrá er að vinna betur í því að komast í enn betri stöður og skapa meira.“

Arnar var sáttur við spilamennskuna.

„Við gerðum í raun og veru nóg í þessum leik til að fara með þrjú stig en við vorum óheppnir að dómarinn sá ekki að þetta var löglegt mark.“

Arnar telur að markið hafi verið löglegt sem KA skorar.

„Ég hef aldrei upplifað þetta. Ég hef alveg séð þegar er verið að spegúlera í rangstöðu en það er markmaðurinn sem kixar boltanum og Ásgeir er ekki nálægt. Guðmundur setur boltann í autt markið en ég eftir að sjá þetta betur. Ég skil ekki hvernig þetta gat ekki verið mark. Það er dapurt þegar það er svona stór ákvörðun að dómarinn skuli ekki hafa farið og rætt við og gefið sér 30-40 sekúndur að athuga og ræða.“

KA hefur ekki fengið á sig mark síðan Arnar tók við.

„Það er ekki nóg með að við séum að halda hreinu að þá höfum við nánast ekki fengið færi á okkur. KR fékk sitt besta færi eftir að við skorum markið. Þá fékk Atli Sigurjóns þeirra besta færi. Fram að því var ekki mikið í gangi.“

Almarr, Ásgeir og Guðmundur eru vanalega í byrjunarliðinu en voru það ekki í dag.

„Það var bara verið að rótera í liðinu. Það er verið að spila mjög þétt og þá þarf að reyna að nýta breiddina á hópnum.“

Arnar var að lokum spurður um framhaldið hjá KA.

„Ég er bara búinn að vera hér í viku þannig að við skulum bara vera alveg róleg með það. Vonandi getum við komið KA á réttan stað í töflunni.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner