Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júlí 2020 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári grínaðist í Schmeichel: Þarf Leicester nýjan markvörð?
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, var í viðtali hjá Síminn Sport fyrir og eftir leiki lokaumferðinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann hrósaði Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, fyrir að koma félaginu í Meistaradeildina. „Það sem Ole hefur gert er algerlega stórkostlegt. Ég get ekki hrósað honum nægilega mikið."

„Hann hefur verið undir gríðarlegri pressu og á tímabili var spurningin bara sú hver myndi taka við af honum. Hann hélt áfram og uppskar verðlaun í dag. Fernandes er stórkostlegur og er þannig leikmaður sem við viljum hafa hjá Manchester United, en það eru allir sem hafa náð þriðja sætinu í dag."

Kasper, sonur Peter, er markvörður Leicester og hann gerði slæm mistök í öðru marki Man Utd í dag. Það mark má sjá hérna. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH og aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins, spurði í gríni hvort að Leicester þyrfti annan markvörð, en Kasper hefur verið einn besti markvörður deildarinnar undanfarin ár.

„Ef þú vilt vera sérfræðingur þá þarftu að vera skarpari en þetta," sagði Daninn léttur og hló.

Viðtalið við Schmeichel má sjá hérna að neðan.


Athugasemdir
banner
banner