Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 26. júlí 2020 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Immobile skoraði þrennu í sigri Lazio - Kominn með 34 mörk
Ciro Immobile er kominn með 34 mörk í Seríu A á þessu tímabili
Ciro Immobile er kominn með 34 mörk í Seríu A á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Það er ekki verið að spila um mikið í síðustu umferðunum í Seríu A á Ítalíu. Ciro Immobile, framherji Lazio, vill þó gulltryggja gullskóinn en hann skoraði þrennu í 5-1 sigri Lazio gegn Hellas Verona í dag.

Roma lagði Fiorentina 2-1 í dag. Franski miðjumaðurinn Jordan Veretout skoraði bæði mörk Roma úr vítum en sigurmarkið kom á 87. mínútu leiksins.

Roma er í afar þægilegri stöðu í baráttunni um Evrópudeildarsæti og er því komið með annan fótinn í keppnina en liðið er með 64 stig, fimm stigum meira en Napoli þegar tveir leikir eru eftir.

Ciro Immobile fór þá mikinn í 5-1 sigri Lazio á Verona. Hann skoraði þrennu í leiknum. Hann jafnaði leikinn í 1-1 á 45. mínútu með marki úr vítaspyrnu aður en Sergej Milinkovic-Savic kom Lazio í 2-1 á 56. mínútu.

Joaquin Correa kom Lazio í 3-1 nokkrum mínútum síðar. Það var svo undir lok leiks er Immobile bætti við öðru marki sínu í leiknum áður en hann gulltryggði þrennuna með marki úr víti undir lokin.

Immobile er með 34 mörk í deildinni, fjórum mörkum meira en Cristiano Ronaldo þegar tvær umferðir eru eftir. Ronaldo á möguleika á að saxa á forystu Immobile í kvöld er Juventus mætir Sampdoria en um leið getur Juventus unnið ítölsku deildina með sigri.

Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á varamannabekknum er Bologna vann Lecce 3-2. Lecce er í harðri fallbaráttu en liðið er með 32 stig, fjórum stigum minna en Genoa sem er í 17. sætinu.

Roma 2 - 1 Fiorentina
1-0 Jordan Veretout ('45 , víti)
1-1 Nikola Milenkovic ('54 )
2-1 Jordan Veretout ('87 , víti)

Verona 1 - 5 Lazio
1-0 Sofyan Amrabat ('39 , víti)
1-1 Ciro Immobile ('45 , víti)
1-2 Sergej Milinkovic-Savic ('56 )
1-3 Joaquin Correa ('63 )
1-4 Ciro Immobile ('83 )
1-5 Ciro Immobile ('90 , víti)

Bologna 3 - 2 Lecce
1-0 Rodrigo Palacio ('2 )
2-0 Roberto Soriano ('5 )
2-1 Marco Mancosu ('45 )
2-2 Filippo Falco ('66 )
3-2 Musa Barrow ('90 )

Spal 1 - 1 Torino
0-1 Simone Verdi ('57 )
1-1 Marco DAlessandro ('80 )

Cagliari 0 - 1 Udinese
0-1 Stefano Okaka Chuka ('2 )
Athugasemdir
banner
banner