Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane um Villa: Ímyndið ykkur ef þeir vinna eitthvað
Keane er fyrrum aðstoðarstjóri Aston Villa.
Keane er fyrrum aðstoðarstjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og fyrrum aðstoðarþjálfari Aston Villa, var ekki hrifinn af fagnaðarlátunum sem hann sá eftir leik West Ham og Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Aston Villa hélt sér uppi með stiginu eftir að hafa verið lengst af í fallsæti á þessari leiktíð.

Keane var sérfræðingur Sky Sports í kringum lokaumferðina í dag og eftir leik West Ham og Villa fóru myndavélarnar inn í klefa hjá Villa-mönnum. Þar var mikið stuð og lagið Sweet Caroline á fóninum.

Keane var ekki hrifinn af því sem hann sá. „Ímyndið ykkur ef þeir munu einhvern tímann vinna eitthvað," sagði Írinn.

Micah Richards, fyrrum varnarmaður Villa, hafði mjög gaman að þessu eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner