Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. júlí 2020 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Blikar aftur á sigurbraut eftir magnaðan leik
Kristinn skoraði tvennu.
Kristinn skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 5 - 3 ÍA
1-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('11 )
2-0 Kristinn Steindórsson ('17 )
3-0 Thomas Mikkelsen ('36 )
4-0 Kristinn Steindórsson ('39 )
4-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('43 , víti)
4-2 Hlynur Sævar Jónsson ('48 )
5-2 Thomas Mikkelsen ('52 , víti)
5-3 Viktor Jónsson ('53 )
Lestu nánar um leikinn.

Það var skorað og skorað í síðari leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Breiðablik tók á móti ÍA á Kópavogsvelli.

Breiðablik byrjaði mikið betur og skoraði Alexander Helgi Sigurðarson fyrsta mark leiksins eftir 11 mínútur. Kristinn Steindórsson, sem hefur fengið endurnýjun lífdaga eftir heimkomuna í Breiðablik, skoraði svo á 17. mínútu og breytti stöðunni í 2-0.

Fljótlega varð hún 4-0. Thomas Mikkelsen gerði þriðja markið og Kristinn skoraði svo sitt annað mark.

Skagamenn minnkuðu muninn fyrir leikhlé þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði af vítapunktinum eftir að Kwame Quee braut af sér innan teigs.

„Sjaldan séð íslenskt lið spila jafn vel og Blikar í fyrri hálfleik," skrifaði Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV og sérfræðingur Innkastsins hér á Fótbolta.net, á Twitter í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var ekki minni skemmtun. Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn enn frekar fyrir ÍA í byrjun seinni hálfleiks áður en Mikkelsen skoraði sitt annað mark í leiknum af vítapunktinum. Mínútu eftir vítaspyrnumarkið minnkaði Viktor Jónsson muninn aftur fyrir ÍA eftir slæm mistök Antons Ara í marki Blika.

„HÆTTU NÚ ALVEG???? Anton Ari Einarsson er að leika sér með boltann inn í markteig og ætlar að sparka fram en Viktor Jónsson fer fyrir það og boltinn fer í Viktor og í markið!! Anton Ari í bullinu," skrifaði Arnar Laufdal í beinni í textalýsingu.

Staðan 5-3 í þessum ótrúlega leik og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætis magn af færum. Blikar eru komnir aftur á sigurbraut eftir þrjú töp í röð og er liðið núna í þriðja sæti með 14 stig. ÍA er í áttunda sæti með tíu stig.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Beitir bjargaði KR á Greifavellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner