Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu dóminn sem KA var ósátt við - Mark dæmt af
Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði mark sem var dæmt og klúðraði svo vítaspyrnu.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði mark sem var dæmt og klúðraði svo vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA-menn voru ósáttir við Ívar Orra Kristjánsson, dómara, og hans teymi í leiknum gegn KR á Greifavellinum í Pepsi Max-deildinni.

„Ég hef aldrei upplifað þetta. Ég hef alveg séð þegar er verið að spegúlera í rangstöðu en það er markmaðurinn sem kixar boltanum og Ásgeir er ekki nálægt. Guðmundur setur boltann í autt markið en ég eftir að sjá þetta betur. Ég skil ekki hvernig þetta gat ekki verið mark. Það er dapurt þegar það er svona stór ákvörðun að dómarinn skuli ekki hafa farið og rætt við og gefið sér 30-40 sekúndur að athuga og ræða," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir leik.

Arnar var ósáttur við að mark hefði verið dæmt af KA á 80. mínútu þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson, en í endursýningu sést það klárlega að Ásgeir Sigurgeirsson truflar Beiti Ólafsson í marki KR þegar Guðmundur Steinn skorar. Það virðist því hafa verið hárrétt hjá dómarateyminu að dæma markið af.

Atvik úr leiknum voru sýnd í Sportpakkanum á Stöð 2 og má sjá þau hér að neðan. Þar má einnig sjá vítaspyrnudóminn nokkrum mínútum eftir að markið var dæmt af. Kennie Chopart var þá dæmdur brotlegur.

Hægt er að lesa nánar um leikinn hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner