mán 26. ágúst 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel James: Verðum að bæta fyrir þetta
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn eldsnöggi Daniel James skoraði laglegt mark þegar Manchester United tapaði gegn Crystal Palace á Old Trafford um helgina.

Hann jafnaði metin þegar lítið var eftir, en stuttu síðar skoraði bakvörðurinn Patrick van Aanholt sigurmarkið.

James, sem er 21 árs, var keyptur til United frá Swansea í sumar og hefur hann núna skorað tvö mörk í þremur leikjum.

Hann segir að United verði að bæta fyrir þetta tap.

„Við verðum að bæta fyrir þetta. Við munum líta til baka á þennan leik til þess að sjá hvað við getum gert betur," sagði James við heimasíðu Manchester United.

„Leikurinn gegn Southampton verður annað próf og við verðum að vera tilbúnir fyrir það."

Man Utd mætir Southampton í hádegisleiknum næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner