Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 26. ágúst 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórtán ára Moukoko með þrennu á átta mínútum
Mynd: Getty Images
Hinn 14 ára gamli Youssoufa Moukoko heldur áfram að gera magnaða hluti með unglingaliðum Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Fyrr í þessum mánuði gerði hann sex mörk í sínum fyrsta leik með U19 liði félagsins. Já, hann er byrjaður að spila með U19 liðinu þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára.

Í gærmorgun spilaði hann í 6-2 sigri U19 liðs Dortmund gegn Arminia Bielefeld.

Hann fór fyrir sínu liði og skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Hann gerði þrennuna á aðeins átta mínútum. Ótrúlegt! Hann hefði getað bætt við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum, skoraði eitt rangstöðumark og átti skot sem fór í stöngina.

Leikmaður sem verður mjög spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Það gæti verið að Kolbeinn Birgir Finnsson fái að spila einhvern tímann með Moukoko, en Kolbeinn leikur með varaliðinu hjá Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner