mið 26. september 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Mourinho er í stríði við leikmennina"
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sparkspekingur, segir að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sé í stríði við leikmenn liðsins.

Það virðist lítið ganga upp hjá United í byrjun tímabils en liðið er í sjöunda sæti með 10 stig, úr leik í enska deildabikarnum og þá eru mörg vandræði innan hópsins.

Mourinho tilkynnti eftir leik að Paul Pogba myndi ekki fá fyrirliðabandið aftur en franski miðjumaðurinn hefur fengið mikla gagnrýni á leiktíðinni og Mourinho vildi þá sömuleiðis minna Pogba á að enginn leikmaður er stærri en félagið.

Martin Keown skilur ekki það sem er í gangi innan félagsins.

„Jose virðist vera í stríði við leikmennina á meðan hann gæti reynt að sjá það góða sem liðið gerir. Er hann að rífa í handbremsuna?" sagði Keown við BBC.

„Fjölmiðlar eru fljótir að kalla þetta krísu. Liðið hefur náð ágætis úrslitum á útivelli en virðist ekki getað unnið heimaleikina sína. Ég hef ekki gaman af því að sjá liðið í þessari stöðu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner