Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. september 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona fær 40 þúsund króna sekt fyrir að tala ólöglega við Griezmann
Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona.
Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnusambandið hefur sektað Barcelona um 300 evrur fyrir að hafa nálgast Antoine Griezmann á ólöglegan hátt meðan hann var leikmaður Atletico Madrid.

Sektin nemur aðeins um 40 þúsund íslenskra króna.

Barcelona borgaði riftunarákvæði í samningi Griezmann í sumar og keypti hann á 107 milljónir punda. Áður höfðu Börsungar brotið reglur með því að ræða við Griezmann án þess að hafa fengið leyfi frá Atletico.

Atletico segir að Barca hafi byrjað að tala við Griezmann í mars en þá var riftunarákvæði samningsins 179 milljónir punda.

Griezmann lýsti því yfir í maí að hann myndi yfirgefa Madrídarfélagið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner