Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 26. september 2019 20:15
Brynjar Ingi Erluson
El Hadji Diouf: Liverpool kom illa fram við mig
El Hadji Diouf hefur gaman af því að hnýta í Liverpool
El Hadji Diouf hefur gaman af því að hnýta í Liverpool
Mynd: Getty Images
El Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, hnýtir enn eina ferðina í félagið í viðtali við Four Four Two tímaritið.

Diouf var vonarstjarna í knattspyrnuheiminum árið 2002 en hann var þá líflegur með senegalska landsliðinu sem sló Frakka úr riðlinum en um sumarið samdi hann við Liverpool.

Hann lék tvö tímabil með Liverpool þar sem hann skoraði 6 mörk í 79 leikjum áður en hann var seldur til Bolton. Diouf spilaði þá fyrir lið á borð við Blackburn, Leeds, Sunderland og Rangers en hann lagði skóna á hilluna árið 2015.

Diouf kemur reglulega inn á það hvað tími hans hjá Liverpool var ömurlegur. Hann og Jamie Carragher hafa eldað grátt silfur saman en Diouf ræddi við Four Four Two um síðasta tímabiliið og margt annað.

„Ég get ekki séð Liverpool gera jafn vel og á síðasta tímabili þar sem liðið átti möguleika á að vinna deildina en rann svo núið úr greipum liðsins," sagði Diouf.

„Liðið var sjö stigum á undan Manchester City um jólin og hvernig City fór að því að vinna deildina er eitthvað sem ég skil ekki. Þeir bara klúðruðu þessu."

„Ef þú tapar bara einum leik allt tímabilið þá er ekki hægt að segja að liðið hafi ekki unnið deildina þannig ég sé það ekki gerast að liðið eigi svipað tímabil og endi uppi sem meistarar í ár. Man City er líklegast til að vinna."


Real Madrid og Barcelona vildu fá hann

Diouf sér eftir því að hafa gengið til liðs við Liverpool en hann segir að hann hafi fengið boð frá Barcelona og Real Madrid.

„Ég hef aldrei farið leynt með það að Liverpool kom illa fram við mig og þeir hugsuðu betur um aðra leikmenn þó svo ég hafi verið stærra nafn á þessum tíma en stundum fá fréttamenn aldrei upplýsingar um það sem gerist hjá félögunum eða í búningsklefanum."

„Ekki samt misskilja mig þessu er háttað betur hjá Liverpool í dag svona miðað við það sem ég heyri frá Sadio Mane en mér fannst ég ekki eiga heima þarna. Það versta við þetta er að Real Madrid og Barcelona buðu mér meiri pening en ég vildi fara til Liverpool og það endaði sem ein versta upplifun ferilsins,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner