Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. september 2019 14:51
Magnús Már Einarsson
Fróði Benjaminsen kominn í 500 leiki í færeysku úrvalsdeildinni
Fróði í baráttunni í landsleik gegn Íslandi.
Fróði í baráttunni í landsleik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fróði Benjaminsen, fyrrum fyrirliði færeyska landsliðsins, spilaði sinn 500. leik í færeysku úrvalsdeildinni þegar lið hans Skála tapaði 1-0 gegn Víkingi í gærkvöldi.

Hinn 41 árs gamli Fróði spilaði sinn fyrsta leik í færeysku úrvalsdeildinni árið 1994.

Fróði hefur leikið allan sinn feril í færeysku úrvalsdeildinni fyrir utan árið 2004 þegar hann spilaði með Fram á Íslandi.

Fróði spilaði einnig 94 landsleiki með færeyska landsliðinu á árunum 1999-2007. Þá á hann að baki 88 leiki í færeyska bikarnum.

Fróði hefur ekki gefið ennþá út hvort hann ætli að halda áfram í boltanum eftir þetta tímabil.

Í dag er Fróði einnig þjálfari hjá U13 ára liði Skála en sonur hans er í því liði.
Athugasemdir
banner
banner