Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. september 2019 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Í annað sinn frá 2009 sem íslenskt lið fer í 16-liða úrslit
Breiðablik verður í pottinum er dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag
Breiðablik verður í pottinum er dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik náði ótrúlegum árangri í kvöld er liðið vann Sparta Prag 1-0 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þetta var í annað sinn sem íslenskt lið kemst í 16-liða úrslitin frá því fyrirkomulagi deildarinnar var breytt árið 2009.

Breiðablik vann fyrri leikinn gegn tékkneska liðinu 3-2 og hafði svo betur á útivelli í kvöld, 1-0.

Þetta var í annað sinn frá því fyrirkomulagi keppninnar var breytt árið 2009 en Stjarnan komst í 16-liða úrslit árið 2017.

Stjarnan vann þá rússneska liðið Rossiyanka samanlagt 5-1 í tveimur leikjum og mætti svo Slavia Prag í 16-liða úrslitum en liðið gerði þar 0-0 jafntefli áður en það tapaði naumlega, 2-1.

Eins og áður kom fram var fyrirkomulaginu á keppninni breytt árið 2009 en árið 2006 komst Breiðablik í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 9-1 samanlagt fyrir Arsenal. Þá lék liðið í tveimur riðlum í undankeppni en Breiðablik vann fyrri riðilinn og lenti svo í öðru sæti á eftir Frankfurt í seinni riðlinum.

Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals hefur þrisvar sinnum verið markahæst í keppninni en hún skoraði 14 mörk árið 2008 og var þá markahæst ásamt Vira Dyatel og Patrizia Panico með 9 mörk árið á undan. Árið 2005 gerði hún þá 11 mörk.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er líkleg til að ná svipuðum árangri en hún er með 8 mörk og er markahæst ásamt Fenna Kalma, leikmanni Twente.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner