Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. september 2019 22:23
Brynjar Ingi Erluson
„Mane er besti leikmaður heims"
Sadio Mane er lykilmaður í liði Liverpool
Sadio Mane er lykilmaður í liði Liverpool
Mynd: EPA
Ismaila Sarr, leikmaður Watford og senegalska landsliðsins, segir að Sadio Mane sé besti leikmaður heims.

Mane kom til Liverpool frá Southampton árið 2016 en hann hefur gert 65 mörk í 131 leik. Hann var þá markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili ásamt Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu.

Sarr, sem kom til Watford frá Rennes í sumar, segir að Mane sé sá besti í heiminum.

„Mane er einn besti leikmaðurinn í Afríku og í heiminum. Mér finnst hann vera besti leikmaður heims því hann er með hrein gæði og hann hefur unnið Meistaradeildina," sagði Sarr.

„Hann hefur gert allt fyrir Liverpool og það í öllum keppnum. Því miður hefur hann ekki unnið ensku úrvalsdeildina en ég vona að hann gerir það einn daginn því hann er besti afríski leikmaðurinn í Evrópu. Hann spilar vel og gerir allt vel, innan sem utan vallar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner