Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. september 2019 17:56
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: Breiðablik áfram eftir frábæran sigur í Prag
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sparta Prag 0 - 1 Breiðablik (Samtals: 2-4)
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('54)

Kvennalið Breiðabliks verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn.

Breiðablik vann 1-0 útisigur í Prag í dag en Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu.

„Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!" segir í Twitter-lýsingu Blika.

Sparta Prag sótti nokkuð stíft í fyrri hálfleik en Breiðablik náði að halda marki sínu hreinu. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir stóð í markinu en Sonný er meidd.

Breiðablik vann 3-2 sigur í fyrri leiknum í Kópavogi og vann einvígið því samtals 4-2.




Nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner