Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. september 2019 17:45
Fótbolti.net
Rúnar Kristins: Alls konar fólk sem hefði getað haldið kjafti
Björgvin Stefánsson
Björgvin Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var leiðinlegt mál. Á meðan á þessu stóð var þetta erfiður tími fyrir okkur í þjálfarateyminu og sérstaklega Björgvin sjálfan," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í fimm leikja bannið sem framherjinn Björgvin Stefánsson var dæmdur í fyrir ummæli sem hann lét falla í lýsingu á netsjónvarpsstöð Hauka.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum," sagði Björgvin í lýsingu frá leik Haukar og Þróttar þann 23. maí. 6. júní var hann síðan úrskurðaður í fimm leikja bann.

„Bjöggi hringdi í mig fimm minútum eftir að einhver hafði twittað um þetta. Hann var algjörlega miður sín og sagðist eiginlega hafa gert í brækurnar. Ég sagði honum að slaka á og ég ætlaði að afla mér frétta um þetta. Síðan þurfum við að bíða og sjá hvað yrði gert," sagði Rúnar í Miðjunni í dag.

„Þetta tók mikinn tíma. Á meðan hann var að bíða eftir að sjá hvað gerist í aganefndinni voru spilaðir tveir eða þrír leikir í deildinni og hann var ekki hann sjálfur því hann var alltaf að bíða og sjá hvað myndi gerast. Það voru endalausar umræður í fjölmiðlum og alls konar snillingar út í bæ voru að tjá sig um málið. Menn sem koma ekkert nálægt fótbolta og eru að verja einhverja hópa. Þetta er umræða sem er leiðinleg. Auðvitað átti Björgvin aldrei að láta þetta út úr sér."

Fannst skrýtið að aganefndin tók öðruvísi á þessu máli
Fannst Rúnari of mikið fjallað um málið? „Það var alls konar fólk sem hefði getað haldið kjafti ef ég fæ að segja það á góðri íslensku. Það var að blanda sér inn í þessi mál. Það voru alls konar fólk með skot hér og þar."

„Það sem mig sárnaði mest er að það eru önnur sambærileg mál sem er ekki vísað til aganefndar og þar er ekki kallað eftir vitnum og sönnunum eins og framkvæmdastjóri KSÍ talaði um í þessu máli. Það var ekki í tveimur öðrum málum fyrr um sumarið sem voru jafn alvarleg. KSÍ fékk miklar ádeilur fyrir það frá minnihlutahópum sem eru að passa upp á sig og sín málefni. Mér fannst mjög skrýtið að KSÍ og aganefndin hafi tekið öðruvísi á þessu máli en hinum tveimur málunum."


Rúnar vildi ekki tjá sig um hvaða tvö mál hann vísar í en gera má ráð fyrir að hann hafi átt við mál Þórarins Inga Valdimarssonar og Péturs Viðarssonar. Pétur kallaði aðstoðardómara „þroskaheftan" í leik gegn ÍA í maí og fékk eins leiks bann. Þórarinn Ingi, leikmaður Stjörnunnar, fékk eins leiks bann fyrir rautt spjald fyrir fórdómafull ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis í Breiðholti í leik í Lengjubikarnum.

Hér að neðan má hlusta á Rúnar í Miðjunni í dag.
Miðjan - Rúnar Kristins í meistaraspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner