Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. september 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Solari vonast til að fá starf í einni af stóru deildunum
Santiago Solari.
Santiago Solari.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Santiago Solari var rekinn frá Real Madrid í mars en Real hafði verið slegið út af Ajax í Meistaradeildinni og tapað svo tveimur leikjum í röð gegn Barcelona, í deild og bikar.

Kallað var á Zinedine Zidane aftur en hann hafði landað sigri í Meistaradeildinni þrjú ár í röð.

Solari er tilbúinn að taka að sér stjórastarf í fótboltanum að nýju en hann opinberar það í viðtali við BBC að hann setji stefnuna á eina af stærstu deildum Evrópu.

Í viðtalinu var hann spurður að því hvort honum finnist hafa verið illa komið fram við hann af hálfu Real Madrid?

„Það er einakamál. Svona er fótboltinn. Það var heiður að þjóna Real Madrid," segir Solari sem hefur hafnað atvinnutilboðum frá Kína og Mið-Austurlöndum.

„Ég vil starfa í Evrópu, í einni af stærstu deildunum."

Þar sem viðtalið var við BBC var að sjálfsögðu spurt sérstaklega út í ensku úrvalsdeildina.

„Ég hef séð hversu mikið enska úrvalsdeildin hefur vaxið. Þetta var frábært tímabil fyrir ensku liðin. Þetta er alþjóðleg deild og þarna má finna spænska og þýska þjálfara," segir Solari.
Athugasemdir
banner
banner