Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. september 2019 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Geggjuð endurkoma Eibar gegn Sevilla
Eibar vann Sevilla 3-2
Eibar vann Sevilla 3-2
Mynd: Getty Images
Sevilla tapaði óvænt fyrir Eibar, 3-2, í spænsku deildinni í kvöld en sigurmarkið kom átta mínútum fyrir leikslok.

Sevilla tapaði öðrum leik sínum í röð er liðið heimsótti Eibar en gestirnir fengu þó draumabyrjun. Argentínski sóknarmaðurinn Lucas Ocampos kom Sevilla á bragðið á 11. mínútu áður en Oliver Torres tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu.

Eibar mætti með mikinn kraft inn í þann síðari en Fabian Orellana minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 66. mínútu áður en Pedro Leon jafnaði ellefu mínútum síðar. Það var svo spænski bakvörðurinn Jose Angel sem gerði sigurmark Eibar átta mínútum fyrir leikslok og 3-2 sigur Eibar í höfn.

Sevilla er með 10 stig í 7. sæti en Eibar með 5 stig í því 16.

Celta Vigo og Espanyol gerðu þá 1-1 jafntefli. Adria Pedrosa gerði mark Espanyol í upphafi síðari hálfleiks áður en Santi Mina skoraði undir blálokin fyrir Celta.

Úrslit og markaskorarar:

Celta 1 - 1 Espanyol
0-1 Adria Pedrosa ('48 )
1-1 Santi Mina ('90 )

Eibar 3 - 2 Sevilla
0-1 Lucas Ocampos ('11 )
0-2 Oliver Torres ('33 )
1-2 Fabian Orellana ('66 , víti)
2-2 Pedro Leon ('77 )
3-2 Jose Angel ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner