fim 26. september 2019 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Arnór Ingvi í gír - Lagði upp tvö mörk í sigri
Arnór Ingvi Traustason er sjóðheitur með Malmö
Arnór Ingvi Traustason er sjóðheitur með Malmö
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann kom inná sem varamaður
Ísak Bergmann kom inná sem varamaður
Mynd: Norrköping
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö, er í virkilega góðu standi fyrir landsleikina í október en hann lagði upp tvö mörk í 3-0 sigri liðsins á Helsingborg í kvöld.

Arnór lagði upp fyrstu tvö mörk Malmö í leiknum en hann er nú kominn með átta stoðsendingar í sænsku deildinni. Arnór fór af velli á 73. mínútu í dag.

Hann hefur lagt upp fjögur mörk og skorað eitt í síðustu fjórum leikjum og virðist ætla að mæta í landsleikjatörnina í frábæru formi en Malmö er í 2. sæti með 53 stig, þremur stigum á eftir Djurgården sem er með 56 stig.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í 4-0 sigri Norrköping á Eskilstuna. Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði þá sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni en hann kom inná sem varamaður á 83. mínútu. Hann hafði áður spilað einn bikarleik fyrir Norrköping en hann skoraði einmitt í þeim leik.

Norrköping er í 5. sæti með 46 stig.

Bjarni Mark og félagar töpuðu öðrum leiknum í röð

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage sem tapaði 2-1 fyrir Degerfors í kvöld. Bjarni fór af velli á 83. mínútu en Brage tapaði þarna öðrum leik sínum í röð en liðið hefur verið í toppbaráttu allt tímabilið.

Nú er liðið í 4. sæti með 44 stig, fjórum stigum frá toppsætinu þegar fimm leikir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner