Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. september 2020 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Ísaks segir hollenskan fjölmiðil flytja falsfréttir
Ísak Bergmann á æfingu hjá U21 landsliðinu.
Ísak Bergmann á æfingu hjá U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga.

Hann er orðinn fastamaður í liði Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. Ísak hefur til að mynda verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus, en í vikunni sagði hollenskur fjölmiðill að Feyenoord í Hollandi væri að kaupa Ísak á eina milljón evra og hann færi í U21 liðið þar.

Hérna má lesa þessa grein sem er frá hollenska fjölmiðlinum Voetbal Flitsen.

Þetta er einfaldlega ekki satt. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Ísaks, sagði frá því á Twitter að það væri ekkert til í þessu, hann kallar þetta „falsfréttir".


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner