Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2022 09:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gleðin er mikil í Færeyjum: 54 þúsund á móti 85 milljónum
Patrik Johannesen, leikmaður Keflavíkur, lék með Færeyjum í leiknum.
Patrik Johannesen, leikmaður Keflavíkur, lék með Færeyjum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ríkir núna mikil gleði í Færeyjum eftir stórkostlegan sigur karlalandsliðsins þar í landi gegn Tyrklandi í gær.

Með sigrinum hafa Færeyjar farið í gegnum fjóra leiki í röð án þess að bíða ósigur - í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist.

Staðan var markalaus í hálfleik, Viljormur Davidsen og Jóan Símun Edmundsson komu Færeyjum í 2-0 en Serdar Gürler minnkaði muninn á 89. mínútu.

Lið Færeyja hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár en þetta er einn þeirra besti sigur í sögunni og um leið mjög merkilegt afrek. Það búa um 54 þúsund manns í Færeyjum en um 85 milljónir í Tyrklandi. Fótbolti er svo ótrúleg íþrótt.

Á vef bolt.fo er talað um einhver ótrúlegustu úrslit síðari ára og er einfaldlega öllum Færeyingum óskað til hamingju með þessi glæsilegu úrslit.

Mánudagar eru oft erfiðir en í Færeyjum er þetta einhver besti mánudagur sögunnar.





Athugasemdir
banner
banner