mán 26. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíum - Hver tekur stöðu Dagnýjar?
Hallbera tæp vegna meiðsla
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í fyrri leiknum gegn Svíum.
Íslenska liðið fagnar marki í fyrri leiknum gegn Svíum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með á morgun.
Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Svíþjóð í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM á morgun. Þessi lið eru að berjast um toppsæti riðilsins en efsta liðið fer beint á EM. Liðið í 2. sæti fer líklega í umspil.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli á dögunum en Dagný Brynjarsdóttir, sem spilaði á miðjunni þar, verður ekki með á morgun vegna meiðsla.

Karolína Lea Vilhjálmsdóttir gæti farið af kantinum og inn á miðjuna í stöðu Dagnýjar. Hlín Eiríksdóttir eða Agla María Albertsdóttir kæmi þá inn í liðið á hægri kantinn.

Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir hefur verið að glíma við meiðsli og óvíst er hvort hún spili á morgun. Ef hún spilar ekki gæti Barbára Sól Gíslasdóttir farið í vinstri bakvörðinn.

Hér að neðan má hlusta á Heimavöllinn en þar var meiri umræða um líklegt byrjunarlið fyrir morgundaginn. Þar var fleiri mögulegum uppstillingum á miðjunni velt upp. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, gæti meðal annars farið úr hægri bakverðinum á miðjuna.

Heimavöllurinn: Treystir Jón Þór á ungar í stórleiknum við Svíþjóð?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner