Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. október 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Beint rautt fyrir hrottalegt spark í Ligue 1
Mynd: Getty Images
Montpellier steinlá á heimavelli gegn Reims í efstu deild franska boltans í gær.

Heimamenn misstu Hilton af velli með rautt spjald á upphafsmínútunum og skoraði Boulaye Dia úr vítaspyrnunni. Dia tvöfaldaði forystu Reims skömmu síðar og gerði liðsfélagi hans þriðja markið áður en Damien Le Tallec, sem á leiki að baki fyrir Dortmund og Rauðu stjörnuna, fékk beint rautt spjald fyrir hrottalegt spark.

Le Tallec endaði í jörðinni eftir samskipti við Kaj Sierhuis og pirraðist hann mikið fyrir vikið. Hann datt á bakið og brást við með því að sparka í afar viðkvæmt svæði á Sierhuis, með takkana á undan.

Le Tallec fékk að sjálfsögðu beint rautt spjald og verður áhugavert að sjá hversu langt bann hann verður dæmdur í.

Myndbandið er hægt að sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner