Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. nóvember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Douglas Luiz snýr aftur
Douglas Luiz hefur misst af síðustu þremur deildarleikjum vegna meiðsla og hefur verið sárt saknað.
Douglas Luiz hefur misst af síðustu þremur deildarleikjum vegna meiðsla og hefur verið sárt saknað.
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun og gaf þar meðal annars upp stöðuna á leikmannahópnum sínum.

„Það eru enn einhverjar vikur í Bertrand Traore, við þurfum að sýna þolinmæði varðandi hann," segir Gerrard.

„Morgan Sanson er farinn að æfa að fullu og Douglas Luiz mun einnig koma inn í leikmannahópinn."

Miðjumaðurinn Douglas Luiz hefur misst af síðustu þremur deildarleikjum vegna meiðsla og hefur verið sárt saknað.

„Það eru fleiri góðar fréttir. Trezeguet hefur æft vel. Hann er búinn að ná fullri æfingaviku. Hugmyndin er að hann taki aðra æfingaviku og fari svo að fá mínútur," segir Gerrard.

Aston Villa vann Brighton í fyrsta leik sínum undir stjórn Gerrard um síðustu helgi. Villa er í fimmtánda sæti úrvalsdeildarinnar en liðið heimsækir Crystal Palace klukkan 15 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner