mán 27. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Hluta heimavallar Espanyol líklega lokað eftir fordóma
Inaki Williams.
Inaki Williams.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa óskað eftir því að spænska knattspyrnusambandið láti loka hluta af stúkunni á heimavelli Espanyol í næsta leik liðsins.

Þessi ósk kemur eftir að Inaki Williams, framherji Athletic Bilbao, tilkynnti að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum í 1-1 jafntefli liðanna á laugardag.

Unnið er að því að finna þá áhorfendur sem voru með fordóma og þeir eiga yfir höfði sér ákæru.

Espanyol er að rannsaka atvikið en félagið segist fordæma hegðun þeirra stuðningsmanna sem voru með fordóma á laugardag.

Willias sagði Iker Muniain, fyririða Athletic, frá fordómunum í leiknum og hann talaði síðan við dómarann Jose Sanchez Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner