Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. janúar 2021 13:57
Magnús Már Einarsson
Björn Bergmann á leið til Molde - Gat ekki sagt nei við tilboðinu
Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Lilleström, er á leið til Molde en Romeriks Blad greinir frá þessu í dag.

Björn Bergmann gekk til liðs við sitt gamla félag Lilleström síðastliðið sumar og hjálpaði til við að koma liðinu aftur upp í norsku úrvalsdeildina.

Hinn 29 ára gamli Björn er nú á leið aftur til Molde þar sem hann spilaði við góðan orðstír á árunum 2014-2017.

„Ég fékk tiboð sem ég gat ekki sagt nei við. Félögin eru að ná samkomulagi um skiptin," sagði Björn Bergmann við Romeriks Blad.

„Þeir spurðu hvað ég vildi fá til að skipta og ég sagði þeim það. Ég sagði síðan já við því."

„Ég vil vera áfram hjá LSK (Lilleström) en ég á í mesta lagi tvö eða þrjú ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem gefur mér mikið meira af pening þá er það eitthvað sem ég verð að skoða, hvort sem ég er ánægður hjá núvernadi félagi eða ekki."
Athugasemdir
banner
banner