Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. janúar 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Gefur mér góða tilfinningu fyrir framtíðina
Tuchel er bjartsýnn á framtíðina.
Tuchel er bjartsýnn á framtíðina.
Mynd: Getty Images
„Ég hafði mjög gaman að þessu því ég var ánægður með kraftinn, viðhorfið í liðinu, orkuna og gæðin. Við vorum vel skipulagðir, unnum boltann oft á síðasta þriðjungnum og það vantaði aldrei upp á kraftinn," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir sinn fyrsta leik sem stjóri liðsins.

Chelsea mætti Wolves og var niðurstaðan markalaust jafntefli. Chelsea er í áttunda sæti með 30 stig.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Því miður gátum við ekki skorað. Ef við höldum áfram að spila svona þá munu úrslitin fylgja."

Tuchel stýrði sinni fyrstu æfingu í gær og fyrsta leiknum í kvöld. „Við áttum mjög góða æfingu í gær, 21 gaurar sem voru vel vakandi, að reyna að gera það sem við erum að gera - taktík, strúktúr, hvar við eigum að auka hraðann, hvernig við eigum að verjast - ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona gott eftir eina æfingu og tvo fundi. Þetta gefur mér góða tilfinningu fyrir framtíðinni."

„Liðsvalið var ósanngjarnt því ég gat ekki gefið leikmönnunum sem spiluðu ekki útskýringu á því af hverju þeir voru ekki að spila. Hver einasti dagur mun hjálpa," sagði Tuchel en hann hrósaði Callum Hudson-Odoi fyrir frammistöðu sína í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner