Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 14:41
Elvar Geir Magnússon
Bony mættur aftur í boltann eftir rúmlega árs hlé
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Wilfried Bony er mættur aftur í boltann eftir að hafa verið án félags í rúmlega ár.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester City og Swansea hefur skrifað undir hjá NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni.

Bony, sem er 33 ára, lék um tíma með Al Arabi í Katar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar en síðast var hann hjá Al Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann yfirgaf félagið í nóvember 2020.

Síðan þá hefur hann verið að æfa með velska neðri deildarliðinu Newport County.

Bony átti velgengni að fagna síðast þegar hann spilaði í hollensku deildinni en hann var hjá Vitesse fyrir um áratug síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner