Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Tekst Rómverjum að stöðva Napoli?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ítalski boltinn er í fullu fjöri og eru leikir á dagskrá í kvöld í Serie A. Helgin hefst á viðureign Bologna gegn Spezia en Mikael Egill Ellertsson er ekki lengur á mála hjá Spezia eftir að félagið seldi hann til Venezia sem leikur í B-deildinni.


Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce eiga svo leik við Salernitana síðar í kvöld. Öll liðin sem mæta til leiks í kvöld leika í neðri hluta deildarinnar en eru þó langt frá fallsvæðinu.

Cremonese og Sampdoria eru í fallsætum og eiga þau afar erfiða leiki á morgun. Cremonese tekur á móti toppbaráttuliði Inter áður en Sampdoria heimsækir funheitt lið Atalanta sem er búið að skora 16 mörk í síðustu þremur leikjum. Aðeins tvö stig skilja Inter og Atalanta að í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Sunnudagurinn hefst á hádegisleik í Mílanó þar sem Ítalíumeistararnir taka á móti Sassuolo. Juventus fær svo Monza í heimsókn áður en Lazio og Fiorentina eigast við í áhugaverðum slag. Viðureign Lazio og Fiorentina er fullkomin upphitun fyrir stórleik helgarinnar sem fer fram í Napolí.

Þar á topplið Napoli heimaleik við lærisveina Jose Mourinho frá Róm. Napoli er á blússandi siglingu og með tólf stiga forystu á toppi deildarinnar. 

Það hafa ríkt miklar óeirðir á milli stuðningsmannahópa Napoli og Roma og er hægt að búast við funheitri rimmu.

Föstudagur:
17:30 Bologna - Spezia
19:45 Lecce - Salernitana

Laugardagur:

14:00 Empoli - Torino
17:00 Cremonese - Inter
19:45 Atalanta - Sampdoria

Sunnudagur:

11:30 Milan - Sassuolo
14:00 Juventus - Monza
17:00 Lazio - Fiorentina
19:45 Napoli - Roma

Mánudagur:
19:45 Udinese - Verona




Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner