Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 27. apríl 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Höskuldur: Tel mig hafa lært mikið af þessu andlega
Höskuldur, eða Krulli Gull eins og hann er kallaður.
Höskuldur, eða Krulli Gull eins og hann er kallaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, viðurkennir í viðtali við Vísi að hugur sinn hafi verið kominn út í atvinnumennsku í vetur. Allt stefndi í að hann væri á leið til Hammarby en sú varð ekki raunin.

Arnar Grétarsson, þjálfari hans, sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net í vetur að þetta hafi reynst Höskuldi erfitt.

„Þegar hugurinn er kominn annað en líkaminn hjá okkur er erfitt að ná fram því besta og ég skil það. Þetta snýst um hvernig þú tæklar vonbrigðin," sagði Arnar og Höskuldur játar þessu.

„Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar," segir Höskuldur í viðtali við Tómas Þór Þórðarson.

„Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari."

„Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót," segir Höskuldur.

Blikum er spáð 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið mætir Víkingi Ólafsvík í fyrsta leik á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner