Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. apríl 2020 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Ekkert fall í Argentínu - Maradona hagnast á því
Furðulega flókið fallkerfi
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: EPA
Fótboltatímabilið er búið í Argentínu vegna kórónuveirufaraldursins. Claudio Tapia, forseti argentíska knattspyrnusambandsins, er búinn að greina frá þessu.

Efsta deildin í Argentínu kláraðist í mars síðastliðnum. Boca Juniors varð meistari á dramatískan hátt á lokadegi mótsins.

Ákvörðun argentíska knattspyrnusambandsins þýðir að Copa Superliga, mót sem átti að klárast í maí, mun ekki fara fram. Því hefur verið aflýst.

Ákvörðunin veldur einnig því að ekkert lið mun falla úr úrvalsdeild Argentínu næstu tvö tímabilin. Einhverra hluta vegna ræðst fall í argentísku úrvalsdeildinni á flóknum útreikningum á meðalfjölda stiga síðustu þrjú tímabil í úrvalsdeild, en ekkert lið mun falla núna og á næsta tímabili.

Diego Maradona hagnast á þessu, en hans menn í Gimnasia La Plata áttu að falla á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner