Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. apríl 2020 13:07
Elvar Geir Magnússon
Gilda aðrar reglur í fótbolta en í heiminum?
Mynd: Getty Images
Stærstu deildir Evrópu hafa sett upp áætlanir um það hvenær áætlað er að taka upp þráðinn og klára tímabilið.

Til dæmis er það "Project Restart" áætlunin í ensku úrvalsdeildinni en þar er nú stefnan að hefja leik aftur 8. júní og klára tímabilið á sex vikum.

Aðalritari alþjóðlegu leikmannasamtakana FIFPro segir hættu á að endurkoma fótboltans sendi vond skilaboð í samfélagið.

„Það eru ýmsar samfélagslegar og læknisfræðilegar spurningar sem vakna um þær reglur sem settar verða," segir Jonas Baer-Hoffmann.

„Það þurfa að koma leiðbeiningar um hvernig hægt sé að spila fótbolta aftur á öruggan hátt fyrir alla. Fótbolti er íþrótt með snertingum og við teljum að það þurfi að gæta fyllstu varúðar."

„Erum við að senda rétt skilaboð út í samfélagið, erum við að hvetja til heilbrigðar endurkomu í fyrra líf? Eða erum við að senda slæm skilaboð um að reglur í fótboltaheiminum eru öðruvísi en reglur í heiminum?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner