Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Januzaj: Var ekki sami Adnan og á fyrsta árinu
Adnan Januzaj.
Adnan Januzaj.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj fannst ekki gaman að spila í leikkerfi Louis van Gaal hjá Manchester United - þegar hann fékk að spila.

Januzaj braust fram á sjónarsviðið undir stjórn David Moyes hjá United. Hann var einn af fáum ljósum punktum á einu leiktíð Moyes með Manchester United.

Undir stjórn Van Gaal rættist hins vegar ekki úr Januzaj og var hann að lokum seldur til Real Sociedad eftir ráðningu Jose Mourinho. Hann hefur staðið sig nokkuð vel hjá Sociedad, sérstaklega stuttu áður en fótbolti var stöðvaður vegna kórónuveirunnar.

Um Van Gaal sagði hinn 25 ára gamli Januzaj: „Það var ekki sama frjálsræði hjá honum. Kantmaður þarf sjálfstraust, þú þarft á því að halda að knattspyrnustjóri segi við þig: 'Farðu og taktu menn á'. Hjá Van Gaal var spilað hægt og mikið um sendingar. Ég var pirraður og það sáu það allir ég var ekki sami Adnan og á fyrsta ári mínu með aðalliðinu. Ég var stundum jafnvel ekki í hóp," sagði Januzaj að því er kemur fram í Daily Star.
Athugasemdir
banner
banner
banner