Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. apríl 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Kominn tími á að Pogba tjái sig sjálfur
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand segir að það sé tími til kominn að Paul Pogba fari sjálfur að tjá sig um framtíð sína hjá Manchester United.

Franski miðjumaðurinn hefur verið frá stærstan hluta þessa tímabils vegna meiðsla.

Framtíð hans er sífellt í umræðunni og hann hefur verið ítrekað orðaður við Real Madrid og Juventus. Einnig hefur PSG verið nefnt.

Pogba hefur lítið sem ekkert tjáð sig um sín mál, það er oftast umboðsmaðurinn Muno Raiola sem sér um það. Ferdinand segir að tími sé kominn á að stuðningsmenn heyri frá leikmanninum sjálfum.

„Paul er frábær náungi og ég hef þekkt hann síðan hann var ungur drengur. Ég spjalla enn við hann af og til," segir Ferdinand.

„En hann ætti að fara að tjá sig sjálfur opinberlega í stað þess að umboðsmaðurinn hans sé alltaf að gera það. Þá fáum við betra ljós á stöðuna."
Athugasemdir
banner
banner