Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. apríl 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Moise Kean til Napoli?
Aftur til Ítalíu?
Aftur til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Napoli gæti bjargað Moise Kean frá Everton martröð hans. Þessi tvítugi sóknarmaður hefur ekki náð að fóta sig í enska boltanum.

Þá hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína utan vallar en hann hélt gleðskap á heimili sínu og braut þar með reglur yfirvalda vegna kórónaveirufaraldursins.

Corriere dello Sport segir að Napoli vilji fá Kean og að Carlo Ancelotti, stjóri Everton, sé tilbúinn að gera skiptidíl við sitt fyrrum félag.

Ancelotti hefur áhuga á að fá miðjumanninn Allan og sóknarleikmanninn Hirving Lozano frá Napoli. Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola er með Kean og Lozano á sínum snærum og það gæti aðstoðað við að samkomulag náist.

Kean var talinn einn mest spennandi ungi sóknarmaður Evrópu þegar Everton fékk hann frá Juventus en hann hefur aðeins skorað eitt mark í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner