mán 27. apríl 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó þarf ekki að borga Fabregas næstu fjóru mánuðina
Tekur einnig á sig 30 prósent launalækkun
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur boðið félagi sínu Mónakó að fresta öllum launagreiðslum til sín í fjóra mánuði. Einnig hefur hann boðist til að taka á sig á 30 prósent launalækkun í kórónuveirufaraldrinum.

Þetta kemur fram í Telegraph en þar segir einnig að þetta gæti sparað 2 milljónir punda fyrir franska úrvalsdeildarfélagið.

Einnig kemur fram í greininni að Fabregas hafi persónulega boðist til þess að sjá fyrir því að starfsfólk á æfingasvæði Mónakó fái greitt að fullu í faraldrinum.

Talið er að hinn 32 ára gamli Fabregas fái 130 þúsund pund í vikulaun hjá Mónakó. Hann kom til félagsins fyrir rúmu ári síðan frá Chelsea.

Amma Fabregas, sem er 95 ára gömul, er með kórónuveiruna. „Það er verst að geta ekki verið með henni og geta ekki gefið henni faðmlag. Ég vona að hún komist í gegnum þetta, en við vitum að það verður erfitt," sagði Fabregas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner