Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. apríl 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mundo Deportivo: Newcastle í baráttuna um Coutinho
Philippe Coutinho til Newcastle?
Philippe Coutinho til Newcastle?
Mynd: Getty Images
Krónprinsinn Mohammad Bin Salman og fjárfestingahópur hans ætla sér stóra hluti með Newcastle United í sumar en félagið er komið í baráttuna um brasilíska sóknartengiliðinn Philippe Coutinho. Þetta kemur fram í spænska miðlinum Mundo Deportivo.

Bin Salman er nálægt því að ganga frá kaupum á Newcastle og ætlar hann að styrkja leikmannahópinn duglega á næstu árum.

Mörg stór nöfn hafa verið orðuð við félagið en þar má nefna leikmenn á borð við Kalidou Koulibaly, Edinson Cavani og þá er Nabil Fekir einnig á ratsjánni.

Samkvæmt Mundo Deportivo er Newcastle tilbúið að kaupa Coutinho frá Barcelona á 110 milljón punda í sumar en hann yrði stærstu kaup félagsins og yrði liðið byggt í kringum hann.

Arsenal og Chelsea hafa einnig sýnt þessum fyrrum leikmanni Liverpool áhuga en hann er um þessar mundir á láni hjá þýska félaginu Bayern München.

Liverpool hefur þegar sagt leikmanninum að það hafi ekki áhuga á að fá hann aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner